Fótbolti

Draumadráttur eða dauðariðill hjá strákunum okkar?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason og strákarnir komust í umspil í síðustu undankeppni.
Alfreð Finnbogason og strákarnir komust í umspil í síðustu undankeppni. Vísir/EPA
Það kemur í ljós í dag hvaða liðum strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu verða með í riðli í undankeppni EM 2016.

Dregið verður í riðla í Nice í Frakkland um hádegisbil í dag en leikið verður um 23 laus sæti í undankeppninni. Aðalkeppnin fer fram í Frakklandi eftir tvö ár.

Tvö efstu lið hvers riðils komast beint á EM þar sem liðum er nú fjölgað úr 16 í 24 og þá fer einnig það lið með bestan árangur í 3. sæti beint í lokakeppnina. Hin liðin sem lenda í þriðja sæti sinna riðla fara í umspil.

Ísland er því miður í fimmta og næstneðsta styrkleikaflokki. Riðill strákanna gæti því orðið mjög erfiður en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og dæmi um möglega riðla; einn erfiðan og einn auðveldari.

1. flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía og Hersegóvína.

2. flokkur: Króatía, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Úkraína, Ungverjaland og Írland.

3. flokkur: Serbía, Slóvenía, Tyrkland, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Pólland.

4. flokkur: Finnland, Lettland, Wales, Svartfjallaland, Armenía, Skotland, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland.

5. flokkur: Ísland, Norður-Írland, Albanía, Litháen, Makedónía, Moldóva, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur.

6. flokkur: Lúxemborg, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó, Kasakstan og Gíbraltar.

Dæmi um erfiðan riðil: Þýskaland, Króatía, Pólland, Svartfjallaland, Ísland, Kasakstan.

Dæmi um auðveldari riðil: Grikkland, Ungverjaland, Noregur, Eistland, Ísland, San Marínó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×