Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. febrúar 2014 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni í maílok í fyrra. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00