Vilja færa öllum heiminum internetið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 13:38 MYND/AFP „Við viljum búa til hringitón fyrir internetið,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook í gær, á heimsráðstefnu um síma, the Mobile World Congress, um framtíðaráform Facebook. „Fæstir í heiminum hafa aðgang að internetinu.“ Faecbook vinnur verkefnið með nokkrum fyrirtækjum sem eru staðsett víðsvegar um heiminn en Zuckerberg vonast eftir að fleiri fyrirtæki bætist við á næstu árum. Á vefsíðu verkefnisins er því lýst sem hnattrænni samvinnu milli tæknifyrirtækja, leiðtoga, góðgerðarsamtaka, einstakra svæða og sérfræðinga sem ætla að vinna saman að því að færa öllum heiminum internetið. „Facebook hefur náð því takmarki að fá einn milljarð notenda. Eftir að því takmarki var náð fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til hinna,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnunni í gær. Facebook og Zuckerberg hafa verið talsvert í fréttum undanfarið. Fyrir helgi keypti Facebook farsímaforritið WhatsApp og voru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Við viljum búa til hringitón fyrir internetið,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook í gær, á heimsráðstefnu um síma, the Mobile World Congress, um framtíðaráform Facebook. „Fæstir í heiminum hafa aðgang að internetinu.“ Faecbook vinnur verkefnið með nokkrum fyrirtækjum sem eru staðsett víðsvegar um heiminn en Zuckerberg vonast eftir að fleiri fyrirtæki bætist við á næstu árum. Á vefsíðu verkefnisins er því lýst sem hnattrænni samvinnu milli tæknifyrirtækja, leiðtoga, góðgerðarsamtaka, einstakra svæða og sérfræðinga sem ætla að vinna saman að því að færa öllum heiminum internetið. „Facebook hefur náð því takmarki að fá einn milljarð notenda. Eftir að því takmarki var náð fórum við að hugsa hvernig við gætum náð til hinna,“ sagði Zuckerberg á ráðstefnunni í gær. Facebook og Zuckerberg hafa verið talsvert í fréttum undanfarið. Fyrir helgi keypti Facebook farsímaforritið WhatsApp og voru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira