Ólafur Ragnar útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í rússneskum miðli Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 22:25 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro. mynd/skjáskot Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi. ESB-málið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi.
ESB-málið Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira