Ólafur Ragnar útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í rússneskum miðli Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 22:25 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro. mynd/skjáskot Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi. ESB-málið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi.
ESB-málið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira