Viðskipti erlent

Apple gefur út hugbúnaðaruppfærslu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Vísir flutti frétt í gær af alvarlegum öryggisgalla sem fundist hafði í raftækjum frá Apple.

Nú hefur raftækjaframleiðandinn gefið út nýja hugbúnaðaruppfærslu til að vinna bug á þeim vanköntum sem voru á fyrra stýrikerfi.

Á heimasíðu Macland er útskýrt hvernig eigendur Apple vara geta nálgast uppfærsluna en fyrst skal ræsa App Store forritið.

„Það finnur þú í Applications möppunni þinni. Þegar búið er að opna App Store forritið skal smella á Updates og hinkra í smástund, en þá ætti að birtast Software Update – OS X Update 10.9.2 og hægra megin við það “Update” hnappur,“ segir í leiðbeiningum Maclands.

Fyrirtækið mælir með því afrita gögn tölvunnar áður en ráðist er í uppfærsluna og til þess er best að nota forritið Time Machine.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Maclands


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×