Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 17:51 Sigríður Ingibjörg segir Bjarna hafa beðið Katrínu Júlíusdóttur um að "róa sig,“ en slíkt sé dæmi um þekkt bragð þeirra sem vilja niðurlægja konur. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“ Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“
Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52