Ekki rétt að Íslendingar geti fengið varanlegar undanþágur Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 23:47 Hreinlegast væri að spyrja á þessu kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áhugi væri fyrir inngöngu í Evrópusambandið að mati Ögmunds Jónassonar. Vísir/Anton Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni. ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, segir það algjöran misskilning að Íslandi standi til boða undanþágur frá skilyrðum Evrópusambandsins og að því sé afar óheiðarlegt að halda því fram að hægt sé að „kíkja í pakkann.“ „Hvaðan er sú hugmynd komin að það sé ekki hægt að sjá hvað í boði er?“ spyr Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þarna er pakkinn, hann stendur okkur fyrir sjónum. Það er ekki rétt að talsmenn Evrópusambandsins hafi sagt við okkur að íslendingar fengju varanlegar undanþágur,“ segir Ögmundur. Hann segir það hafa verið sína upplifun að ráðamenn annarra þjóða hafi verið steinhissa þegar hann sagði við þá á seinasta kjörtímabili að hann styddi ekki inngöngu í Evrópusambandið auk þess sem meirihluti þjóðarinnar gerði það ekki, á sama tíma og ríkisstjórn Íslands stóð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að ákveðinn tvískinnungur ríki þegar umræða um Evrópumálin séu annars vegar. „Við verðum líka að horfast í augu við það hvort það er gott fyrir Ísland að ganga að viðræðuborði á grundvelli óheilinda sem byggja á því að meirihluti þjóðarinnar er andvíg inngöngu í ESB, ríkisstjórnin vill ekki sjá það, og meirihluti Alþingis er þvi andvígur. Er þetta ekki eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við?“ Segir Ögmundur.Taldi að umsóknarferlið myndi leiða álitamál til lykta „Þessi hnútur sem við trúðum því að við værum að leysa, sem hefur verið fastreirður í þrjá eða fjóra áratugi, með því að ganga til viðræðna við ESB í upphafi síðasta kjörtímabils. Við töldum að þessar viðræður yrðu til lykta leiddar á hálfu öðru ári. Tveimur árum. Þeir svartsýnustu töluðu um þrjú ár. Síðan kom á daginn að reyndin var allt önnur,“ segir Ögmundur. „ESB ætlaði ekkert að semja við okkur eða ganga frá endanlegum efndum á meðan meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir ætluðu ekki að láta lítilsvirða sig með þeim hætti,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur segir að það sé verið að villa um fyrir kjósendum þegar verið sé að halda því fram að kjósa beri um áframhald viðræðna við sambandið. Hreinlegra væri að spyrja einfaldlega um það hvort vilji væri fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið, enda liggi ljóst fyrir hvað felist í aðildinni.
ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira