Viðskipti erlent

RyanAir hyggst bjóða 10 dollara flug milli Evrópu og Bandaríkjanna

Finnur Thorlacius skrifar
Flugvél frá RyanAir.
Flugvél frá RyanAir. Jalopnik
Indipendent greinir frá því að RyanAir ætli að bjóða flugfarþegum milli Evrópu og Bandaríkjanna svo lág flugfargjöld sem á 10 dollara. Yrðu þessi flug í fyrstu til borganna New York og Boston, en síðar meir til 12 til 14 borga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Einn steinn liggur í vegi RyanAir en það eru of fáar flugvélar og getur flugfélagið ekki boðið uppá þessi fargjöld fyrr að það fær afhentar fleiri vélar frá flugvélaframleiðendum. Önnur flugfélög þurfa þó ekki að örvænta í bráð þar sem til þessa getur ekki komið fyrr en eftir 4-5 ár.

Það sem helst veldur skorti á afhendingu véla frá flugframleiðendum er að flugfélög í arabaríkjunum hafa pantað svo mikinn fjölda flugvéla að þau hafa ekki undan að sinna öðrum flugfélögum sem lagt hafa inn pantanir síðar en þau.

Ekki verða öll sæti í þeim flugvélum sem RyanAir hyggst nota í þessum ferðum á 10 dollara og verða mörg sæti ætluð þeim sem frekar kjósa að ferðast í betri sætum vélanna, þ.e. „Business Class og Premium Class“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×