Engin tannpína hjá Rory í Flórída 28. febrúar 2014 10:00 Rory McIlroy á vellinum í Palm Beach Gardens í gær. Vísir/Getty Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy byrjaði frábærlega á Honda Classic-mótinu sem fór af stað í Bandaríkjunum í gær. Norður-Írinn er í forystu eftir fyrsta keppnisdag en hann spilaði á 63 höggum í gær. Hann er með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Russell Henley. McIlroy vakti mikla athygli á sama móti í fyrra þegar hann dró sig úr keppni á miðju móti. Ástæðuna sagði hann vera að hann þjáðist af tannpínu. „Ég var mjög stöðugur í dag en ég tel að það sé algjört lykilatriði á þessum velli að hitta brautir og flatir,“ sagði McIlroy við fjölmiðla í gær. „Þessi braut verðlaunar manni ef maður heldur boltanum í leik og kemur sér í fuglafæri.“Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldson eru jafnir í þriðja sæti á fimm undir pari vallarins.Tiger Woods er með að þessu sinni en honum tókst ekki vel upp í dag, lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Hann er í 82. sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa verið í vanræðum með púttin í dag og þarf að eiga góðan hring á morgunn til þess að eiga séns á því að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu. Önnur stór nöfn áttu einnig erfiðan dag í dag, Phil Michelson lék á pari og er í 57. sæti meðan að Henrik Stenson sem situr í þriðja sæti á heimslistanum lék á 73 höggum eða þremur yfir pari. Er hann í 121.sæti og meðal neðstu manna.Útsending frá öðrum keppnisdegi mótsins hefst klukkan 18.00 á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira