Perez aftur fljótastur | Besti dagur Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. febrúar 2014 20:00 Sergio Perez. vísir/getty Aftur átti Sergio Perez á Force India besta tíma dagsins í Bahrain. Tími hans var 1:35.570, örlítið hægar en í gær. Þá var tími hans 1:35.290. Annar í dag varð Fernando Alonso á Ferrari, tími hans var 1:35.634. Alonso ók lengst allra í dag, samtals 122 hringi. Virðist því vandamál gærdagsins leyst. Liðsfélagi Alonso, Kimi Raikkonen komst aðeins 43 hringi í gær. Perez ók næst lengst í dag, samtals 108 hringi. Red Bull, sem hefur átt erfitt uppdráttar á æfingum undanfarið, átti sinn besta dag til þessa. Daniel Ricciardo ók í dag 66 hringi og náði þriðja besta tímanum, 1:35.743. Hugsanlega eru hinir fjórföldu heimsmeistarar bílasmiða að komast í sitt gamla form. Fleiri lið en Ferrari og Force India náðu yfir 100 hringjum í dag. Felipe Massa ók Williams bílnum 103 hringi og setti fjórða besta tímann. Esteban Gutierrez keyrði Sauber bíl sinn 106 hringi en setti níunda besta tímann. Pastor Maldonado ók Lotus bílnum fæsta hringi allra í dag, samtals 31 hring. Lotus liðið er heilli æfingaviku á eftir öðrum liðum enda sleppti liðið fyrstu vikunni. Æfingarnar halda áfram á morgun og klárast svo á sunnudag. Þá tekur við bið eftir fyrstu föstudagsæfingu tímabilsins í Ástralíu þann 14. mars. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Aftur átti Sergio Perez á Force India besta tíma dagsins í Bahrain. Tími hans var 1:35.570, örlítið hægar en í gær. Þá var tími hans 1:35.290. Annar í dag varð Fernando Alonso á Ferrari, tími hans var 1:35.634. Alonso ók lengst allra í dag, samtals 122 hringi. Virðist því vandamál gærdagsins leyst. Liðsfélagi Alonso, Kimi Raikkonen komst aðeins 43 hringi í gær. Perez ók næst lengst í dag, samtals 108 hringi. Red Bull, sem hefur átt erfitt uppdráttar á æfingum undanfarið, átti sinn besta dag til þessa. Daniel Ricciardo ók í dag 66 hringi og náði þriðja besta tímanum, 1:35.743. Hugsanlega eru hinir fjórföldu heimsmeistarar bílasmiða að komast í sitt gamla form. Fleiri lið en Ferrari og Force India náðu yfir 100 hringjum í dag. Felipe Massa ók Williams bílnum 103 hringi og setti fjórða besta tímann. Esteban Gutierrez keyrði Sauber bíl sinn 106 hringi en setti níunda besta tímann. Pastor Maldonado ók Lotus bílnum fæsta hringi allra í dag, samtals 31 hring. Lotus liðið er heilli æfingaviku á eftir öðrum liðum enda sleppti liðið fyrstu vikunni. Æfingarnar halda áfram á morgun og klárast svo á sunnudag. Þá tekur við bið eftir fyrstu föstudagsæfingu tímabilsins í Ástralíu þann 14. mars.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira