Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook og kona hans Priscilla Chan voru örlátustu Bandaríkjamenn ársins 2013 samkvæmt Assosiated Press.
Hjónin létu um 970 milljónir bandaríkjadala af hendi rakna á árinu í formi hlutabréfa í Facebook sem færði þeim efsta sætið á árlegum lista The Chronicle of Philanthropy. Listinn greinir frá þeim 50 bandaríkjamönnum sem gefa mest árlega til góðgerðamála en af öðrum nöfnum á listanum má nefna Philip Knight formann íþróttavörufyrirtækisins Nike sem prýðir þriðja sæti listans og fyrrum borgarstjórna New York-borgar Michael Bloomberg í því fjórða.
Alls gáfu hinir 50 örlátustu um 7.7. milljarða dala til góðgerðamála á liðnu ári sem nemur 881 milljörðum íslenskra króna.
Mark Zuckerberg örlátastur
