Flug í Bandaríkjunum falla niður vegna skorts á flugmönnum Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2014 13:23 Flugmenn eru ekki öfundsverðir af launum þeim sem innanlandsflugfélög í Bandaríkjunum borga. Business Week Skortur á flugmönnum hefur valdið því að mörg smærri flugfélög í Bandaríkjunum hafa neyðst til að fella niður flug og jafnvel leggja flugvélum sínum tímabundið. Það sem mestu veldur um þessa þróun eru hertar reglur flugyfirvalda um lágmarksflugtíma flugmanna sem heimilt er að fljúga vélunum. Lágmarkið er nú sett við 1.500 flugtíma, en var 250 flugtímar áður. Þessi vandi hefur nær einskorðast við minni flugfélög og hefur til að mynda eitt af stærri innanlandsflugfélögum í Bandaríkjunum, Republic Airways Holdings (RJET) neyðst til að leggja 27 af 41 Embraer 50 sæta vélum sínum sökum þessa. Nýju flugtímareglurnar voru settar í kjölfar flugslyss á árinu 2009 er flugvél Continental Express fórst sökum reynsluleysis flugmanns hennar. Það er ekki beint fýsilegt fyrir flugmenn að vinna hjá þessum minni félögum sem aðallega fljúga innanlands í Bandaríkjunum því byrjunarlaun þar er svo neðarlega sem 21.000 dollara á ári, eða um 200.000 krónur á mánuði. Það eru ekki há laun sé haft í huga að menntun flugmanna getur hæglega kostað 100.000 dollara, eða 11,5 milljónir króna. Stærri flugfélögin eins og Delta og United borga mun betur, en þar eru byrjunarlaun um 61.000 dollarar, sem gera um 600.000 króna mánaðarlaun. Flugfélagið Emirates borgar hins vegar nýjum flugmönnum 82.000 dollara árslaun, eða um 800.000 krónur, auk þess að greiða húsaleigu og ýmsan annað kostnað þeirra. Það er því ekki nema vona að straumurinn hafi verið frá Bandaríkjunum, sem og víða annarsstaðar frá, til slíkra flugfélaga sem borga vel. Það hefur hinsvegar leitt til þess að mikill skortur er á flugmönnum heimafyrir. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skortur á flugmönnum hefur valdið því að mörg smærri flugfélög í Bandaríkjunum hafa neyðst til að fella niður flug og jafnvel leggja flugvélum sínum tímabundið. Það sem mestu veldur um þessa þróun eru hertar reglur flugyfirvalda um lágmarksflugtíma flugmanna sem heimilt er að fljúga vélunum. Lágmarkið er nú sett við 1.500 flugtíma, en var 250 flugtímar áður. Þessi vandi hefur nær einskorðast við minni flugfélög og hefur til að mynda eitt af stærri innanlandsflugfélögum í Bandaríkjunum, Republic Airways Holdings (RJET) neyðst til að leggja 27 af 41 Embraer 50 sæta vélum sínum sökum þessa. Nýju flugtímareglurnar voru settar í kjölfar flugslyss á árinu 2009 er flugvél Continental Express fórst sökum reynsluleysis flugmanns hennar. Það er ekki beint fýsilegt fyrir flugmenn að vinna hjá þessum minni félögum sem aðallega fljúga innanlands í Bandaríkjunum því byrjunarlaun þar er svo neðarlega sem 21.000 dollara á ári, eða um 200.000 krónur á mánuði. Það eru ekki há laun sé haft í huga að menntun flugmanna getur hæglega kostað 100.000 dollara, eða 11,5 milljónir króna. Stærri flugfélögin eins og Delta og United borga mun betur, en þar eru byrjunarlaun um 61.000 dollarar, sem gera um 600.000 króna mánaðarlaun. Flugfélagið Emirates borgar hins vegar nýjum flugmönnum 82.000 dollara árslaun, eða um 800.000 krónur, auk þess að greiða húsaleigu og ýmsan annað kostnað þeirra. Það er því ekki nema vona að straumurinn hafi verið frá Bandaríkjunum, sem og víða annarsstaðar frá, til slíkra flugfélaga sem borga vel. Það hefur hinsvegar leitt til þess að mikill skortur er á flugmönnum heimafyrir.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira