„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 12:45 visir/valli Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira