Viðskipti erlent

Comcast kaupir Time Warner á 45,2 milljarð dollara

Baldvin Þormóðsson skrifar
Mun nýja fyrirtækið stjórna u.þ.b. þriðjung sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna.
Mun nýja fyrirtækið stjórna u.þ.b. þriðjung sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna. visir/getty
Fjölvarpsrisinn Comcast tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi festa kaup á Time Warner á um það bil 45,2 milljarð dollara. Er þetta hluti af vinalegri sameiningu fyrirtækjanna sem verða endanlega sameinuð í lok árs. Þessu greindi fréttavefur Wall Street Journal frá fyrr í dag.

Skapa þessi kaup eitt stórfyrirtæki sem stjórnar um þriðjungi sjónvarpsútsendinga Bandaríkjanna.

Myndu kaupin koma sér sérstaklega vel fyrir stjórnarformann Time Warner, Rob Marcus, sem hóf störf sem stjórnarformaður 1. janúar. Ef rýnt er í samninginn er ljóst að fyrrverandi lögmaðurinn muni fá greidda fimmtíu milljón dollara verði Time Warner selt á þeim tíma sem hann situr í hæsta sæti fyrirtækisins.

Time Warner er þekktast fyrir að reka sjónvarpsstöðina HBO og prentmiðilinn Time Magazine. Comcast rekur sjónvarpsstöðvar NBC, ásamt því að eiga framleiðslufyrirtækið Universal Studios.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×