Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga segir óvíst hvort dóminum verði áfrýjað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum. Stokkseyrarmálið Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira