Langþráður sigur hjá Bubba Watson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2014 09:23 Bubba Watson. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira