Langþráður sigur hjá Bubba Watson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2014 09:23 Bubba Watson. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu. Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson. Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins. Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna. „Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.Lokastaðan á Northern Trust mótinu: 1. Bubba Watson -15 2. Dustin Johnson -13 3. Jason Allred -12 3. Brian Harman -12 5. Charl Schwartzel -11 6. Matt Every -10 6. Bryce Molder -10 6. William McGirt -10 6. George McNeill -10 10. Harris English -9 10. Brendan Steele -9 Vísir/Getty
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira