Ólafi bauðst að spila með Björgvin og Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 12:15 Ólafur Gústafsson heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Vísir/Getty „Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
„Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn