Viðskipti erlent

Fiskverð tvöfaldast á Englandi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYNDIR/AFP
Veðurofsinn sem gengið hefur yfir England hefur leitt til þess að fiskverð hefur hækkað hratt. Flest fiskiskip við suðurströnd landsins hafa ekki komist á sjó síðan fyrir jól. Þetta kemur fram hjá Fiskifréttum.

Minni bátar eru bundnir við bryggju og togarar hafa aðeins getað farið til veiða í stutta stund í einu. Bátar, veiðifæri og búnaður báta og skipa hefur líka brotnað í veðrinu. Tjónið vegna þess er talið skipta milljón punda.

Fiskverð hefur tvöfaldast í sumum tilvikum. Einhverjir hafa því freistast til þess að fara á sjó þrátt fyrir veðurofsann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×