Viðskipti erlent

Allir símar með "sjálfseyðingarhnapp“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hnappurinn færi í alla nýja iPhone síma
Hnappurinn færi í alla nýja iPhone síma Vísir/AFP
Þingmenn í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem fyrirskipar framleiðendum snjallsíma að koma fyrir „sjálfseyðingarhnappi“ í öllum nýjum símum sem gerir þá ónothæfa.

Eigendur stolinna síma gætu því farið á netið og með einum smelli eytt öllu af símanum gert þá óvirka.



Einn galli er þó á gjöf Njarðar því tölvuþrjótar gætu einnig brotið sér leið inn í hnappinn og eyðilagt fjölda síma sem búa yfir hugbúnaðinum.



Apple og Samsung hafa boðið upp á slíkan hnapp í símum sínum en hann hefur verið valkvæður fram til þessa.



Farsímaþjófnaður eykst með hverju árinu í Bandaríkjunum og sjá þingmennirnir hnappinn fyrir sér sem tilraun til að sporna við þeirri þróun.



Áætlað er að þjófnaðurinn kosti bandaríska neytendur um 30 milljarða bandaríkjadala á ári og eru farsímaþjófnaður 67% allra rána í San Fransisco. 



Frekari upplýsingar má nálgast í frétt CNET um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×