Konum fjölgar í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. febrúar 2014 22:06 Simona de Silvestro. Vísir/Getty Simona de Silvestro er gengin til liðs við Sauber. Hún er samningsbundin hjá liðinu og stefnir á að verða ökumaður þess á næstu árum. Silvestro vantar svokallað ofurleyfi, sem þarf til að mega aka formúlubílum. Liðið ætlar að aðstoða hana við að afla sér leyfisins og undirbúa sig sem best fyrir Formúlu 1. Hin 25 ára Silvestro hefur keppt í ýmsum flokkum. Síðustu 4 ár hefur hún keppt í Indy Car kappakstrinum og var valin nýliði ársins 2010. Sjálf segir hún þetta stórt skref í átt að ævilöngu markmiði. Hún kveðst ánægð með að fá tækifæri hjá jafn frábæru liði og Sauber. Einungis ein önnur kona er ökumaður í formúlunni eins og er en Susie Wolff er þróunarökumaður hjá Williams-liðinu. Samtals hafa 2 konur tekið þátt í Formúlu 1 keppni. Það gerðist síðast í austurríska kappakstrinum árið 1976. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Simona de Silvestro er gengin til liðs við Sauber. Hún er samningsbundin hjá liðinu og stefnir á að verða ökumaður þess á næstu árum. Silvestro vantar svokallað ofurleyfi, sem þarf til að mega aka formúlubílum. Liðið ætlar að aðstoða hana við að afla sér leyfisins og undirbúa sig sem best fyrir Formúlu 1. Hin 25 ára Silvestro hefur keppt í ýmsum flokkum. Síðustu 4 ár hefur hún keppt í Indy Car kappakstrinum og var valin nýliði ársins 2010. Sjálf segir hún þetta stórt skref í átt að ævilöngu markmiði. Hún kveðst ánægð með að fá tækifæri hjá jafn frábæru liði og Sauber. Einungis ein önnur kona er ökumaður í formúlunni eins og er en Susie Wolff er þróunarökumaður hjá Williams-liðinu. Samtals hafa 2 konur tekið þátt í Formúlu 1 keppni. Það gerðist síðast í austurríska kappakstrinum árið 1976.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira