Viðskipti erlent

Neysluskuldir aukast

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Neysluskuldir Bandaríkjamanna hækkuðu meira á síðasta ársfjórðungi en þær hafa gert síðan efnhagsþrengingarnar hófust vestanhafs árið 2008.  

Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabanka Bandaríkjanna og Reuters greinir frá.



Skuldirnar hækkuðu um 2,1% á milli fjórðunga, úr 11.28 billjónum dala á þriðja ársfjórðungi upp í 11.52 billjónir dala á þeim fjórða. Hækkunin, 241 milljarður dala, er mesta aukning neysluskulda síðan á þriðja ársfjórðungi ársins 2007. Hækkunina má helst rekja til bíla- og námslána.

Wilbert van der Klaauw, hagfræðingur hjá bandaríska seðlabankanum, vonast til þess að skuldaaukningin sé til marks um að bandarískir neytendur séu hætti að halda að sér höndunum í eyðslu sinni.

Þrátt fyrir hækkun skuldanna eru þær þó 9,1% frá 12.68 billjón dala hátindinum sem þær náðu á þriðja fjórðungi ársins 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×