Viðskipti erlent

Þróa hljóðfráa einkaþotu með risaskjái í stað glugga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
S-512-þotan rúmar átján farþega og mun ná um 2.200 kílómetra hraða á klukkustund.
S-512-þotan rúmar átján farþega og mun ná um 2.200 kílómetra hraða á klukkustund. mynd/spike aerospace
Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun hljóðfráu einkaþotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin er þó frábrugðin öðrum farþegavélum að því leyti að á henni verða engir gluggar.

Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.

Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum.

Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.

Útsýnið verður óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.mynd/spike aerospace





Fleiri fréttir

Sjá meira


×