Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn Úkraínu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 17:30 Slasaður mótmælandi eftir átök við lögreglu. vísir/afp Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp Úkraína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Evrópusambandið íhugar nú aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu í kjölfar átakanna sem gengið hafa yfir undanfarið og náðu hámarki í nótt. Að minnsta kosti 26 létu lífið í Kænugarði í átökum á milli lögreglu og mótmælenda og yfir þúsund eru sagðir slasaðir.Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segist ætla að beita sér fyrir því í samstarfi við önnur Evrópusambandsríki að Úkraína verði beitt viðskiptaþvingunum vegna framgöngu lögreglunnar. Þetta hafa aðrir leiðtogar tekið undir í dag. Þá eru utanríkisráðherrar Frakklands, Póllands og Þýskalands á leið til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að ræða við stjórnvöld um ástandið.Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu á morgun. Hann hvetur leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að spyrða sig ekki við „öfgahópa sem þrífist á blóðsúthellingum og átökum“. Þá fjallaði Frans páfi um málefni Úkraínu í messu í Vatíkaninu í dag. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að láta af ofbeldinu og koma á friði í landinu.Mótmælendur grafa upp gangstéttarhellur til þess að henda í lögreglumenn.vísir/afpMótmælandi í Kænugarði stendur fyrir framan brennandi jeppa.vísir/afpSlasaður lögreglumaður leiddur á brott af félögum sínum.vísir/afpMótmælin teygja anga sína víða. Þessi mynd var tekin fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu.vísir/afpMótmælandi mundar múrstein í Kænugarði.vísir/afpViktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu.vísir/afp
Úkraína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira