Red Bull enn í vanda Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. febrúar 2014 23:12 Hülkenberg í brautinni í dag. Vísir/Getty Þjóðverjinn Nico Hulkenberg hjá Force India var fljótastur á fyrsta æfingadegi í Bahrain í dag. Besti tími hans var 1:36.880 sem hefði dugað til að eiga hraðasta tíma keppninar í fyrra. Fernando Alonso á Ferrari var annar og Lewis Hamilton hjá Mercedes átti þriðja besta tíma dagsins. Þetta þykir gefa vísbendingar um að hin nýja kynslóð bíla sé ekki eins langt á eftir þeirri sem á undan fór. Bíll Alonso nam staðar á brautinni snemma í dag og rauk úr honum. Það mun hafa verið vegna olíuleka.Kevin Magnussen hjá McLaren var fjórði en náði að aka 81 hring. Aðeins Adrian Sutil á Sauber náði að aka meira en Magnussen. Sutil ók 82 hringi og endaði daginn með sjötta besta tímann. Vandamál Red Bull virðast ekki úr sögunni. Eftir dag sem innihélt aðeins 14 hringi er ljóst að liðið á enn við vanda að stríða. Hins vegar tókst Robert Frijns að aka Caterham bílnum 68 hringi með sömu Renault vél um borð og Red Bull. Tvemur liðum tókst ekki að setja tíma í dag en Williams og Marussia óku einungis svokallaða uppstillingar hringi. Þá einblína liðin á að stilla bílinn af og ganga úr skugga um að allt virki. Hugsanlega mun þeim vegna betur á morgun þegar æfingar halda áfram. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Hulkenberg hjá Force India var fljótastur á fyrsta æfingadegi í Bahrain í dag. Besti tími hans var 1:36.880 sem hefði dugað til að eiga hraðasta tíma keppninar í fyrra. Fernando Alonso á Ferrari var annar og Lewis Hamilton hjá Mercedes átti þriðja besta tíma dagsins. Þetta þykir gefa vísbendingar um að hin nýja kynslóð bíla sé ekki eins langt á eftir þeirri sem á undan fór. Bíll Alonso nam staðar á brautinni snemma í dag og rauk úr honum. Það mun hafa verið vegna olíuleka.Kevin Magnussen hjá McLaren var fjórði en náði að aka 81 hring. Aðeins Adrian Sutil á Sauber náði að aka meira en Magnussen. Sutil ók 82 hringi og endaði daginn með sjötta besta tímann. Vandamál Red Bull virðast ekki úr sögunni. Eftir dag sem innihélt aðeins 14 hringi er ljóst að liðið á enn við vanda að stríða. Hins vegar tókst Robert Frijns að aka Caterham bílnum 68 hringi með sömu Renault vél um borð og Red Bull. Tvemur liðum tókst ekki að setja tíma í dag en Williams og Marussia óku einungis svokallaða uppstillingar hringi. Þá einblína liðin á að stilla bílinn af og ganga úr skugga um að allt virki. Hugsanlega mun þeim vegna betur á morgun þegar æfingar halda áfram.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira