Bubba Watson deilir nú efsta sætinu með Matt Jones Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 12:41 Bubba Watson. Vísir/Getty Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira