Kona upp á milli Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 10:26 Arna Kristín segir að faglegt mat muni ráða til hvaða kórs verður leitað. Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur. Kórar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur.
Kórar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira