Nýliðinn Loupe efstur á Pebble Beach Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. febrúar 2014 14:54 Andrew Loupe lék vel á fyrsta hring í gær. Vísir/AP Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira