Nýliðinn Loupe efstur á Pebble Beach Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. febrúar 2014 14:54 Andrew Loupe lék vel á fyrsta hring í gær. Vísir/AP Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira