Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" Hrund Þórsdóttir skrifar 31. janúar 2014 20:00 Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“ Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“
Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00