Snorri: Okkar slakasti leikur í keppninni

"Við keyrðum ekki á þá í upphafi eins og við ætluðum. Það er alveg klárt. Þetta var nákvæmlega byrjunin sem þeir vildu fá. Þeir fengu smjörþefinn strax í upphafi og þá geta þeir verið erfiðir við að etja.
"Við urðum að spýta í lófana og gera þetta eins og menn. Við réttum úr kútnum og förum inn í hlé með fínt forskot. Svo gerist það sama í upphafi seinni hálfleiks sem var pirrandi.
"Þetta var alls ekki frábær leikur hjá okkur og ég efast um að það hafi verið frábært að horfa á þetta. Þetta var líklega okkar slakasti leikur í keppninni en það spilar auðvitað inn í að þetta var fimmti leikurinn og menn orðnir þreyttir.
"Engu að síður gaman að rúlla liðinu áfram mjög vel. Það gæti orðið mikilvægt ef við förum í leikinn um fimmta sætið. Ef það hefði verið sagt fyrir mót að við myndum spila um fimmta sætið þá hefðu allir sagt að það væri frábær árangur. Auðvitað vill maður meira en það væri samt flottur árangur."
Tengdar fréttir

Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri.

Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið
Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27.

Ólafur: Flottur leikur hjá öllum í liðinu
Ólafur Andrés Guðmundsson fylgdi flottum leik gegn Austurríki eftir með fínni frammistöðu gegn Makedóníu í kvöld.

Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit
Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku.

Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta.

Aron Pálmars: Mótið er ekki búið hjá mér
Annan leikinn í röð þurfti Aron Pálmarsson að fá sér sæti á bekknum eftir nokkurra mínútna leik. Hann er meiddur og gat einfaldlega ekki meira í dag.

Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar
"Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag.

Rúnar: Við vorum svalir
"Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag.