Átta íslenskir íþróttamenn fá 2,4 milljónir úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til að spila úr við iðkun íþróttar sinnar á árinu 2014. Þetta var tilkynnt á fundi ÍSÍ í Laugardalnum í dag.
Styrkveitingar að þessu sinni numu 96 milljónum króna sem er hækkun um 15 milljónir milli ára. Líkur eru á að sérsamböndin fái frekari fjárhæðir til að spila úr síðar á árinu að því er fram kom í máli Arnar Andréssonar á fundinum.
Átta íþróttamenn verða á A-styrk á þessu ári sem er fjölgun um þrjá frá árinu í fyrra. Allir fimm sem voru á styrknum í fyrra verða áfram á styrknum. Aníta Hinriksdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Helgi Sveinsson bætast í hóp hinna fimm fræknu. Styrkurinn nemur 2,4 milljónum króna á mann.
Styrkurinn rennur til viðkomandi sérsambanda sem sjá svo um að veita viðkomandi íþróttafólki styrkinn í tengslum við þau verkefni sem það tekur þátt í.
Auðunn Jónsson, kraftlyftingar
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar íþróttir
Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra
Öll 26 sérsambönd innan ÍSÍ fengu veitt úr sjóðnum að þessu sinni. Framlag ríkisins til sjóðsins hækkaði úr 55 milljónum í 70 milljónir á milli ára. Þó þarf meira til að skapa afreksfólki sómasamlegan vettvang að því er fram kom í máli Lárusar Blöndal, forseta ÍSÍ.
Aníta, Helgi og Hrafnhildur bætast í A-styrkshópinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti