500 erlendir gestir halda heim eftir vel heppnaða leika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2014 20:59 Þormóður Jónsson við keppni í júdó um helgina. Mynd/RIG Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk í kvöld en leikarnir hófust þann 17.janúar. Keppt var í 20 íþróttagreinum í ár en þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár tóku um 500 erlendir gestir þátt og því óhætt að segja að tilganginum sé náð þó alltaf sé stefnt að því að fjölga erlendum keppendum enn frekar milli ára. Um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt og veittu erlendu gestunum harða keppni. Leikunum lýkur formlega á Broadway í kvöld þar sem stigahæstu íþróttamennirnir í hverri grein fá viðurkenningu fyrir árangurinn auk þess sem sýnd verður glæsileg íþróttasýning. Að athöfn lokinni leikur hljómsveitin Retro Stefson fyrir dansi fram eftir kvöldi.Regína Ósk syngur lag leikanna.Mynd/RIGEftirfarandi eru helstu úrslit í þeim 13 íþróttagreinum sem keppt var í um helgina.Badminton Metfjöldi erlendra keppenda tóku þátt í mótinu eða 72 frá 21 landi. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust lengst Íslendinga í mótinu en þær unnu til silfurverðlauna í tvíliðaleik kvenna.BogfimiKristmann Einarsson sigraði í trissubogaflokki karla og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissubogaflokki kvenna. Sigurjón Atli Sigurðsson sigraði í sveigbogaflokki karla.Borðtennis Allt besta borðtennisfólk landsins tók þátt ásamt gestum frá Kína, Rúmeníu og Danmörku. Patrick Stobberup frá Danmörku sigraði í karlaflokki og Kolfinna Bjarnadóttir, HK, í kvennaflokki.Fimleikar Keppt var í hópfimleikum í Laugardalshöll. Ekki óvænt sigruðu Evrópumeistarar Gerplu en í öðru sæti var lið Selfoss og í því þriðja lið Hattar frá Egilsstöðum sem var í fyrsta sinn að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna.Hjólasprettur Keppni í hjólasprett fór fram á Skólavörðustíg. Sigurvegari í kvennaflokki var Alma María Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki Ingvar Ómarsson annað árið í röð.KarateElías Snorrason sigraði í kata karla og Svana Katla Þorsteinsdóttir í kata kvenna. Ashley Scott, landsliðskona frá Bretlandi sigraði í kumite kvenna. Í kumite karla var keppt í -75 kg flokki og +75 kg flokki og sigruðu franskir karatemenn í báðum flokkum, Lonni Boulesnane í +75 kg og Corentin Seguy í -75 kg.KeilaLisa John frá Englandi sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna og í öðru sæti var Magnús Magnússon en hann leiddi keppnina á tímabili. Íslandsmeistarinn Hafþór Harðarson var í þriðja sæti. Fjórir erlendir keppendur tóku þátt í mótinu.Listskautar Stigahæstu skautarar mótsins voru þau Vala Rún B. Magnúsdóttir og Timothy Manand frá Belgíu en keppt var í 10 flokkum. Mikil framför er hjá íslenskum listskauturum um þessar mundir. Tvær stúlkur náðu hæðstu einkunn sem íslenskir skautarar hafa náð í Junior flokki, Vala Rún fyrir stutt prógramm og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fyrir frjálst prógramm.Lyftingar Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum um helgina, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki.Skvass Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var einstaklega vel heppnað og þar á meðal tveir sterkir Bretar. Joe Green sigraði í karlaflokki og Rósa Jónsdóttir í kvennaflokki.Skylmingar Fjöldi erlendra keppenda tóku þátt í skylmingamótinu frá Nýja Sjálandi, Serbíu og Úkraínu. Sigurvegari í karlaflokki var Hilmar Örn Jónsson og í kvennaflokki sigraði Aldís Edda Ingvarsdóttir.Þríþraut Keppt var í innitvíþraut þar sem byrjað var á að synda 500 m og svo hlaupið 5 km á hlaupabretti. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðrún Fema Ágústsdóttir og í karlaflokki Sigurður Örn Ragnarsson. Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk í kvöld en leikarnir hófust þann 17.janúar. Keppt var í 20 íþróttagreinum í ár en þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár tóku um 500 erlendir gestir þátt og því óhætt að segja að tilganginum sé náð þó alltaf sé stefnt að því að fjölga erlendum keppendum enn frekar milli ára. Um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt og veittu erlendu gestunum harða keppni. Leikunum lýkur formlega á Broadway í kvöld þar sem stigahæstu íþróttamennirnir í hverri grein fá viðurkenningu fyrir árangurinn auk þess sem sýnd verður glæsileg íþróttasýning. Að athöfn lokinni leikur hljómsveitin Retro Stefson fyrir dansi fram eftir kvöldi.Regína Ósk syngur lag leikanna.Mynd/RIGEftirfarandi eru helstu úrslit í þeim 13 íþróttagreinum sem keppt var í um helgina.Badminton Metfjöldi erlendra keppenda tóku þátt í mótinu eða 72 frá 21 landi. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust lengst Íslendinga í mótinu en þær unnu til silfurverðlauna í tvíliðaleik kvenna.BogfimiKristmann Einarsson sigraði í trissubogaflokki karla og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissubogaflokki kvenna. Sigurjón Atli Sigurðsson sigraði í sveigbogaflokki karla.Borðtennis Allt besta borðtennisfólk landsins tók þátt ásamt gestum frá Kína, Rúmeníu og Danmörku. Patrick Stobberup frá Danmörku sigraði í karlaflokki og Kolfinna Bjarnadóttir, HK, í kvennaflokki.Fimleikar Keppt var í hópfimleikum í Laugardalshöll. Ekki óvænt sigruðu Evrópumeistarar Gerplu en í öðru sæti var lið Selfoss og í því þriðja lið Hattar frá Egilsstöðum sem var í fyrsta sinn að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna.Hjólasprettur Keppni í hjólasprett fór fram á Skólavörðustíg. Sigurvegari í kvennaflokki var Alma María Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki Ingvar Ómarsson annað árið í röð.KarateElías Snorrason sigraði í kata karla og Svana Katla Þorsteinsdóttir í kata kvenna. Ashley Scott, landsliðskona frá Bretlandi sigraði í kumite kvenna. Í kumite karla var keppt í -75 kg flokki og +75 kg flokki og sigruðu franskir karatemenn í báðum flokkum, Lonni Boulesnane í +75 kg og Corentin Seguy í -75 kg.KeilaLisa John frá Englandi sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna og í öðru sæti var Magnús Magnússon en hann leiddi keppnina á tímabili. Íslandsmeistarinn Hafþór Harðarson var í þriðja sæti. Fjórir erlendir keppendur tóku þátt í mótinu.Listskautar Stigahæstu skautarar mótsins voru þau Vala Rún B. Magnúsdóttir og Timothy Manand frá Belgíu en keppt var í 10 flokkum. Mikil framför er hjá íslenskum listskauturum um þessar mundir. Tvær stúlkur náðu hæðstu einkunn sem íslenskir skautarar hafa náð í Junior flokki, Vala Rún fyrir stutt prógramm og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fyrir frjálst prógramm.Lyftingar Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum um helgina, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki.Skvass Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var einstaklega vel heppnað og þar á meðal tveir sterkir Bretar. Joe Green sigraði í karlaflokki og Rósa Jónsdóttir í kvennaflokki.Skylmingar Fjöldi erlendra keppenda tóku þátt í skylmingamótinu frá Nýja Sjálandi, Serbíu og Úkraínu. Sigurvegari í karlaflokki var Hilmar Örn Jónsson og í kvennaflokki sigraði Aldís Edda Ingvarsdóttir.Þríþraut Keppt var í innitvíþraut þar sem byrjað var á að synda 500 m og svo hlaupið 5 km á hlaupabretti. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðrún Fema Ágústsdóttir og í karlaflokki Sigurður Örn Ragnarsson.
Íþróttir Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira