Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Kristinn Gylfason skrifar 29. janúar 2014 13:45 Sebastian Vettel á æfingu á nýjum bíl Red Bull á Spáni í morgun. Vísir/Getty Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. Helst ber að nefna að vélin er ekki lengur 2,4 lítra V-8 vél heldur 1,6 lítra V-6 með túrbínu. Auk þess á mun meiri rafvæðing sér stað með auknum áherslum á að minnka eldsneytisnotkun og þróa í leiðinni tækni sem seinna gæti komið sér vel á einkabílum almennings. Töluverður munur er á hljóðum vélanna tveggja. Lítið var um akstur á fyrsta degi æfinga í gær og því á eftir að koma í ljós hvort áhorfendur eigi eftir að sakna V-8 drunanna eða læra að elska V-6 vælið.Nýr bíll McLaren Mercedes.Mynd/Heimasíða McLarenEin mest umtalaða breytingin er fólgin í nýjum reglum um trjónu bílanna en staða hennar þarf að vera töluvert lægri en áður. Eins þarf framvængurinn að vera töluvert minni. Þá hafa flest liðin gripið til þess að hanna trjónu sem lítur út eins og mauraæta. Þetta hefur leitt til þess að bílarnir þykja helst til ófagrir. Nú þegar flest liðin hafa frumsýnt bíla sína eru lið Ferrari og Mercedes þau einu sem ekki skarta mauraætu útliti á framtrjónu sinna keppnisbíla. Útlitshönnun Mercedes bílsins þykir vel heppnuð en framendi Ferrari bílsins líkist helst ryksugu. Enn á eftir að koma í ljós hvaða liði hefur tekist best upp með nýju hönnunina. Telja verður fyrirfram að liðin sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár séu líkleg til að vera þar áfram. Þar ber helst að nefna lið Red Bull, sem er ríkjandi heimsmeistari bílasmiða, Mercedes og Ferrari. Gaman verður að sjá hvort eitthvert þeirra liða sem barðist fyrir miðju undir reglum síðustu ára, nái að stíga upp og blanda sér í hóp þeirra bestu. Það er ekkert leyndarmál að reglubreytingunum var meðal annars ætlað að minnka forystu Red Bull á keppinautana. Liðið hefur haft gríðarlega yfirburði undanfarin ár. Vonandi ná einhver lið að veita þeim harða samkeppni svo næsta tímabil verði spennandi. Fyrsta keppnin fer fram í Ástralíu þann 16. mars.Fernando Alonso og Kimi Raikkonen.Mynd/Heimasíða Ferrari Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. Helst ber að nefna að vélin er ekki lengur 2,4 lítra V-8 vél heldur 1,6 lítra V-6 með túrbínu. Auk þess á mun meiri rafvæðing sér stað með auknum áherslum á að minnka eldsneytisnotkun og þróa í leiðinni tækni sem seinna gæti komið sér vel á einkabílum almennings. Töluverður munur er á hljóðum vélanna tveggja. Lítið var um akstur á fyrsta degi æfinga í gær og því á eftir að koma í ljós hvort áhorfendur eigi eftir að sakna V-8 drunanna eða læra að elska V-6 vælið.Nýr bíll McLaren Mercedes.Mynd/Heimasíða McLarenEin mest umtalaða breytingin er fólgin í nýjum reglum um trjónu bílanna en staða hennar þarf að vera töluvert lægri en áður. Eins þarf framvængurinn að vera töluvert minni. Þá hafa flest liðin gripið til þess að hanna trjónu sem lítur út eins og mauraæta. Þetta hefur leitt til þess að bílarnir þykja helst til ófagrir. Nú þegar flest liðin hafa frumsýnt bíla sína eru lið Ferrari og Mercedes þau einu sem ekki skarta mauraætu útliti á framtrjónu sinna keppnisbíla. Útlitshönnun Mercedes bílsins þykir vel heppnuð en framendi Ferrari bílsins líkist helst ryksugu. Enn á eftir að koma í ljós hvaða liði hefur tekist best upp með nýju hönnunina. Telja verður fyrirfram að liðin sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár séu líkleg til að vera þar áfram. Þar ber helst að nefna lið Red Bull, sem er ríkjandi heimsmeistari bílasmiða, Mercedes og Ferrari. Gaman verður að sjá hvort eitthvert þeirra liða sem barðist fyrir miðju undir reglum síðustu ára, nái að stíga upp og blanda sér í hóp þeirra bestu. Það er ekkert leyndarmál að reglubreytingunum var meðal annars ætlað að minnka forystu Red Bull á keppinautana. Liðið hefur haft gríðarlega yfirburði undanfarin ár. Vonandi ná einhver lið að veita þeim harða samkeppni svo næsta tímabil verði spennandi. Fyrsta keppnin fer fram í Ástralíu þann 16. mars.Fernando Alonso og Kimi Raikkonen.Mynd/Heimasíða Ferrari
Formúla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira