KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 20:54 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti góðan leik með KR í kvöld. Vísir/Valli Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHl-höllinni og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.Snæfellskonur hafa unnið átta leiki í röð og eru með átta stiga forskot eftir fimmtán stiga sigur á Haukum, 79-64, í toppslag deildarinnar.KR-konur fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur í DHL-höllinni en KR-liðið vann leikinn með 24 stigum, 92-68. Ebony Henry (29 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar), Sigrún Ámundadóttir (17 stig og 12 fráköst) og Bergþóra Tómasdóttir (17 stig) áttu allar mjög góðan leik hjá KR.Hamar vann sex stiga heimasigur á Val, 75-69, í fyrsta leik hinnar bandarísku Chelsie Alexa Schweers sem var með 25 stig í kvöld. Hamar var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en Valsliðið náði að jafna metin um hann miðjan. Hamarsliðið var hinsvegar sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur. KR og Hamar minnkuðu þar með forskot Vals í tvö stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:KR-Keflavík 92-68 (18-19, 28-14, 27-18, 19-17)KR: Ebone Henry 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/12 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2. Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst. Hamar-Valur 75-69 (29-24, 19-13, 10-11, 17-21)Hamar: Chelsie Alexa Schweers 25/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 23/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/7 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2.Valur: Anna Alys Martin 19/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst. Snæfell-Haukar 79-64 (15-16, 24-14, 19-14, 21-20)Snæfell: Chynna Unique Brown 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst..Haukar: Lele Hardy 17/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHl-höllinni og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.Snæfellskonur hafa unnið átta leiki í röð og eru með átta stiga forskot eftir fimmtán stiga sigur á Haukum, 79-64, í toppslag deildarinnar.KR-konur fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur í DHL-höllinni en KR-liðið vann leikinn með 24 stigum, 92-68. Ebony Henry (29 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar), Sigrún Ámundadóttir (17 stig og 12 fráköst) og Bergþóra Tómasdóttir (17 stig) áttu allar mjög góðan leik hjá KR.Hamar vann sex stiga heimasigur á Val, 75-69, í fyrsta leik hinnar bandarísku Chelsie Alexa Schweers sem var með 25 stig í kvöld. Hamar var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en Valsliðið náði að jafna metin um hann miðjan. Hamarsliðið var hinsvegar sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur. KR og Hamar minnkuðu þar með forskot Vals í tvö stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:KR-Keflavík 92-68 (18-19, 28-14, 27-18, 19-17)KR: Ebone Henry 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/12 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2. Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst. Hamar-Valur 75-69 (29-24, 19-13, 10-11, 17-21)Hamar: Chelsie Alexa Schweers 25/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 23/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/7 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2.Valur: Anna Alys Martin 19/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst. Snæfell-Haukar 79-64 (15-16, 24-14, 19-14, 21-20)Snæfell: Chynna Unique Brown 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst..Haukar: Lele Hardy 17/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira