Barroso: Farsæl innleiðing Letta undirstrikar traust á evru Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2014 19:00 Árangursrík innleiðing Lettlands á evrunni er til merkis um að gjaldmiðillinn er ennþá eftirsóknarverður fyrir ESB-ríkin sem ekki hafa tekið hann upp og undirstrikar traust á myntsamstarfinu. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Um áramótin varð Lettland átjánda ríkið til að taka upp evruna með þátttöku í Evrópska myntbandalaginu (EMU). Á blaðamannafundi í Riga í Lettlandi í gær fór Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, yfir árangurinn af innleiðingu gjaldmiðilsins ásamt leiðtogum Evrópusambandsins, þeim Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Á fundinum með Van Rompuy og Barroso ræddum við spurningar varðandi inngöngu Lettlands í evrusvæðið. Ég upplýsti þá um gang inngönguferlis Lettlands og að þessi breyting hafi gengið mjög vel og án nokkurra vandamála eða óþæginda fyrir almenning. Evrur í umferð í Lettlandi eru þegar komnar upp fyrir Lat, svo við sjáum að við höldum áfram innleiðingu evrunnar á góðum hraða,“ sagði Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands. Fagna innleiðingu á afmæli myntsamstarfsins Lettland gekk í evrusvæðið á 15 ára afmæli sameiginlegu myntarinnar en 333 milljónir Evrópubúa nota nú gjaldmiðilinn. Lettland, með tvær milljónir íbúa, varð átjánda ríkið til að ganga í myntsamstarfið. Áratug eftir að Lettar stigu úr skugga grannríkisins Rússlands með aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. „Aðild Lettlands að evrusamstarfinu er einnig merki um traust á sameiginlegum gjaldmiðli okkar. Fyrir ekki svo löngu spáðu menn andláti evrunnar. Ég sjálfur, og van Rompuy forseti, vorum á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem félagar okkar spurðu um mögulegt hrun evrunnar. Hvað gerðist? Ekki nóg með að evran hrundi ekki heldur bjóðum við í dag nýjan aðila að evrunni velkominn. Getur verið skýrari vitnisburður um, ekki aðeins sveigjanleika, stöðugleika, trúverðugleika og styrk okkar sameiginlega gjaldmiðils, heldur einnig getu þessa gjaldmiðils til að laða að aðildarríki Evrópusambandsins? Ég held að það sé ekki hægt að sýna það betur,“ sagði José Manuel Barroso á fundinum í Riga. „Bazookan“ hans Mario Draghi Vandi evrunnar var áberandi í opinberri umræðu árin eftir fjármálaáfallið vegna vanda skuldsettra ríkja í myntsamstarfinu, eins og Grikklands, Spánar og Portúgal. Eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Mario Draghi seðlabankastjóra sumarið 2012 um að Evrópski Seðlabankinn (ECB) myndi gera „hvað sem er“ til að styðja við evruna, sem hefur verið nefnd „bazooka,“ hefur þessi umræða róast og endurspeglast í endurheimtu trausti markaða á myntsamstarfinu. Yfirlýsing Draghis var á þann veg að ECB myndi kaupa eins mikið af ríkisskuldabréfum evruríkja í skuldavanda og þörf krefði. Þannig tók hann í raun pólitískan hita af Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem hafði ekki gefið út slíkar yfirlýsingar heimafyrir vegna óánægju þýskra kjósenda með slíkar aðgerðir. Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Árangursrík innleiðing Lettlands á evrunni er til merkis um að gjaldmiðillinn er ennþá eftirsóknarverður fyrir ESB-ríkin sem ekki hafa tekið hann upp og undirstrikar traust á myntsamstarfinu. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Um áramótin varð Lettland átjánda ríkið til að taka upp evruna með þátttöku í Evrópska myntbandalaginu (EMU). Á blaðamannafundi í Riga í Lettlandi í gær fór Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, yfir árangurinn af innleiðingu gjaldmiðilsins ásamt leiðtogum Evrópusambandsins, þeim Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Á fundinum með Van Rompuy og Barroso ræddum við spurningar varðandi inngöngu Lettlands í evrusvæðið. Ég upplýsti þá um gang inngönguferlis Lettlands og að þessi breyting hafi gengið mjög vel og án nokkurra vandamála eða óþæginda fyrir almenning. Evrur í umferð í Lettlandi eru þegar komnar upp fyrir Lat, svo við sjáum að við höldum áfram innleiðingu evrunnar á góðum hraða,“ sagði Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands. Fagna innleiðingu á afmæli myntsamstarfsins Lettland gekk í evrusvæðið á 15 ára afmæli sameiginlegu myntarinnar en 333 milljónir Evrópubúa nota nú gjaldmiðilinn. Lettland, með tvær milljónir íbúa, varð átjánda ríkið til að ganga í myntsamstarfið. Áratug eftir að Lettar stigu úr skugga grannríkisins Rússlands með aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. „Aðild Lettlands að evrusamstarfinu er einnig merki um traust á sameiginlegum gjaldmiðli okkar. Fyrir ekki svo löngu spáðu menn andláti evrunnar. Ég sjálfur, og van Rompuy forseti, vorum á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem félagar okkar spurðu um mögulegt hrun evrunnar. Hvað gerðist? Ekki nóg með að evran hrundi ekki heldur bjóðum við í dag nýjan aðila að evrunni velkominn. Getur verið skýrari vitnisburður um, ekki aðeins sveigjanleika, stöðugleika, trúverðugleika og styrk okkar sameiginlega gjaldmiðils, heldur einnig getu þessa gjaldmiðils til að laða að aðildarríki Evrópusambandsins? Ég held að það sé ekki hægt að sýna það betur,“ sagði José Manuel Barroso á fundinum í Riga. „Bazookan“ hans Mario Draghi Vandi evrunnar var áberandi í opinberri umræðu árin eftir fjármálaáfallið vegna vanda skuldsettra ríkja í myntsamstarfinu, eins og Grikklands, Spánar og Portúgal. Eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Mario Draghi seðlabankastjóra sumarið 2012 um að Evrópski Seðlabankinn (ECB) myndi gera „hvað sem er“ til að styðja við evruna, sem hefur verið nefnd „bazooka,“ hefur þessi umræða róast og endurspeglast í endurheimtu trausti markaða á myntsamstarfinu. Yfirlýsing Draghis var á þann veg að ECB myndi kaupa eins mikið af ríkisskuldabréfum evruríkja í skuldavanda og þörf krefði. Þannig tók hann í raun pólitískan hita af Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem hafði ekki gefið út slíkar yfirlýsingar heimafyrir vegna óánægju þýskra kjósenda með slíkar aðgerðir.
Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira