Viðskipti erlent

Volkswagen fjárfestir fyrir 820 milljarða í Bandaríkjunum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Volkswagen stefnir að því að tvöfalda sölu sína á næstu fimm árum.
Volkswagen stefnir að því að tvöfalda sölu sína á næstu fimm árum. Vísir/GVA
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen ætlar að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir sjö milljarða dala, um 820 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið vill auka sölu á Volkswagen-bifreiðum. BBC greinir frá þessu.

Fyrirtækið ætlar einnig að hefja sölu á nýjum jeppa í Bandaríkjunum árið 2016. Stjórnendur þess vona að aðgerðirnar muni leiða til þess að fyrirtækið nái markmiði sínu um að selja milljón Volkswagen og Audi-bifreiðar í landinu fyrir árið 2018.

Volkswagen er í dag þriðji stærsti bílaframleiðandi í heimi á eftir japanska fyrirtækinu Toyota og bandaríska General Motors.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×