Liðið er með 3 stig í riðlinum og með sigri vinnu íslenska liðið riðilinn. Spánverjar eru aftur á móti ríkjandi heimsmeistarar.
Hefð hefur verið á íslenska landsliðinu að hita upp í fótbolta. Liðunum er skipt upp í yngri og eldri og fer heilt fótboltamót fram á öllum stórmótum íslenska landsliðsins.
Björgvin Páll Gústafsson, markvörður íslenska landsliðsins, birtir skemmtilegt myndband á vefsíðu sinni frá skemmtilegu atviki í upphitunarboltanum.
„Þessar fáu mínútur fyrir hverja æfingu gefa tóninn fyrir restina af æfingunni og sést það vel í fótboltanum hversu miklir keppnismenn leikmenn landsliðsins eru, reyndar róast fótboltinn töluvert þegar komið er út á stórmót eins og skynsamlegt er,“ segir á síðu Björgvins.
„Þó svo að menn taki fótboltann alvarlega þá koma stundum upp atvik sem að hægt er að brosa yfir og bauð Pétur sjúkraþjálfari uppá eitt slíkt á æfingunni í gær.“
Pétur Örn Gunnarsson er sjúkraþjálfari liðsins og tók hann þátt í boltanum.