Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2014 13:57 visir/daníel Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks. EM 2014 karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks.
EM 2014 karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn