Það voru helst tveir frábærir kaflar hjá spænski heimsmeisturunum sem reyndust íslensku strákunum banvænir í þessum leik og þeir komu báðir eftir að íslenska liðið komst þremur mörkum yfir.
Fyrst skoraði spænska liðið fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og komst yfir í 16-15 fyrir hálfleik og Spánverjarnir breyttu síðan stöðunni úr 22-19 fyrir Ísland í 25-22 fyrir Spán með því að skora sex mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í höllinni í Álaborg í kvöld og náði fullt af skemmtilegum myndum sem má sjá bæði hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.







