Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 12:19 Vísir/Daníel Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu. EM 2014 karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu.
EM 2014 karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira