Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 12:19 Vísir/Daníel Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu. EM 2014 karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu.
EM 2014 karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða