Sport

Sigurður og Sara bikarmeistarar í standard dönsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar urðu í gær bikarmeistarar í standard dönsum en keppnin er hluti af Reykjavíkurleikunum og fer fram í Laugardalshöll um helgina. Athygli vakti að parið sigraði alla fimm dansana.

Þau Sigurður Már og Sara Rós hafa dansað saman í 14 ár og eru margfaldir Íslands- og Íslandsbikarmeistarar. Þau eru í 12.sæti á heimslistanum í 10 dönsum. Frá 16 ári aldri hafa þau keppt fyrir hönd Íslands á Heims- og Evrópumeistaramótum í flokki fullorðinna í standard, latin og 10 dönsum.

Einnig var keppt í barna- og unglingaflokkum á dansmóti Reykjavíkurleikanna í gær. Í bikarkeppni ungmenna í standard dönsum sigruðu þau Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir úr HK en gaman er að geta þess að þau urðu tvöfaldir Evrópumeistarar síðastliðið haust.

Þá urðu Kristinn Þór Sigurðsson og Harpa Steingrímsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar í latin dönsum í flokki Unglinga llF og í öðru sæti urðu Bjarki Geir Grétarsson og Oddný Guðrún Guðmundsdóttir úr Dansíþróttafélagi Kópavogs. Bæði pör unnu sér með þessum árangri rétt til þátttöku í heimsmeistaramótinu í latin í flokki unglinga í Moskvu 31. mars næstkomandi.  

Keppni í dansi á Reykjavíkurleikunum heldur áfram í Laugardalshöllinni í dag kl. 10:30-17:00 en þá er keppt bæði í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum. Í kvöld kl. 21 hefst síðan alþjóðleg keppni í latin dönsum þar sem öll bestu danspör landsins ásamt sterku pari frá Albaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×