Ástand Schumachers stöðugt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2014 10:16 Nordic Photos / Getty Images Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu en að ástand hans síðasta sólarhringinn hafi verið stöðugt. „Læknar fylgjast mjög vel með honum en góðu fréttirnar þessa stundina er að ástand hans hefur verið stöðugt síðasta sólarhringinn. Það þótti því ekki ástæða til að halda blaðamannafund í dag,“ sagði Kehm er hún ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi í morgun. „Það skal þó tekið fram að hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur. Það er enn ekki hægt að segja neitt til um framhaldið.“ Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fékk alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudag. Hann hefur gengist undir tvær aðgerðir til að losa um blóðsöfnun sem hafði myndast og skapað þrýsting á heila hans. Læknar segja þó að hann sé enn með mikla áverka á heila og því sé framhaldið tvísýnt. Honum er enn haldið sofandi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu en að ástand hans síðasta sólarhringinn hafi verið stöðugt. „Læknar fylgjast mjög vel með honum en góðu fréttirnar þessa stundina er að ástand hans hefur verið stöðugt síðasta sólarhringinn. Það þótti því ekki ástæða til að halda blaðamannafund í dag,“ sagði Kehm er hún ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi í morgun. „Það skal þó tekið fram að hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur. Það er enn ekki hægt að segja neitt til um framhaldið.“ Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fékk alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudag. Hann hefur gengist undir tvær aðgerðir til að losa um blóðsöfnun sem hafði myndast og skapað þrýsting á heila hans. Læknar segja þó að hann sé enn með mikla áverka á heila og því sé framhaldið tvísýnt. Honum er enn haldið sofandi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira