105 þúsund mættu á íshokkíleik og settu heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2014 19:00 Áhorfendurnir létu ekki snjó og kulda eyðileggja stemmninguna. Mynd/NordicPhotos/Getty Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Það var mikil dramatík í sérstökum íshokkíleik á nýársdag þegar Toronto Maple Leafs unnu 3-2 sigur á Detroit Red Wings í NHL-deildinni í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Þetta var sögulegur leikur og ekki bara fyrir að þarna voru tvö af stofnliðum NHL-deildarinnar að mætast á fyrsta degi ársins heldur var þarna sett nýtt áhorfendamet á íshokkíleik. Toronto Maple Leafs komst tvisvar yfir í venjulegum leiktíma en Detroit Red Wings jafnaði í bæði skiptin. Ekkert var skorað í framlengingunni en liðsmenn Detroit klikkuðu tvisvar í vítakeppninni og því var sigurinn Toronto Maple Leafs. Leikurinn bar nafnið "2014 NHL Winter Classic" og fór fram utanhúss eða á Michigan leikvanginum í Ann Arbor. Alls komu 105.491 áhorfendur á leikinn og létu kulda (mínus ellefu gráður) og snjókomu trufla sig. Gamla heimsmetið var frá desember 2010 þegar Michigan Wolverines unnu Michigan State Spartans Í háskólaíshokkíinu en um þúsund fleiri mættu á leikinn í gær. Gamla metið á NHL-leik var hinsvegar 71.217 manns á leik árið 2008. Snjókoman gerði reyndar leikmönnum erfitt fyrir á ísnum enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður en er þó einn af sex leikjum tímabilsins sem fara fram utandyra. Leikirnir eru hluti af Stadium Series en það verður einnig spilað á Dodger Stadium (Los Angeles), Yankee Stadium (New York, 2 leikir), Soldier Field (Chicago) og BC Place (Vancouver). Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum sögulega leik í Michigan.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira