Sport

Ungur strákur fer á kostum í parkour myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Orri Starrason fer á kostum í nýju myndbandi.
Orri Starrason fer á kostum í nýju myndbandi. mynd/skjáskot
Parkour er jaðarsport sem hægt er að æfa hvar sem er. Iðkendur íþróttarinnar hlaupa á hundruðum á landinu og er hún að verða vinsæl.

Parkour snýst í raun um að komast á milli staða á sem áhrifaríkastan hátt. Þá nota iðkendur oft á tíðum allskyns loftfimleika eins og heljarstökk.

Hægt er að æfa parkour á nokkrum stöðum hérlendis en hinn 13 ára Orri Starrason hefur stundað íþróttina um þó nokkurt skeið.

„Venjulega þegar ég geri myndbönd tekur það einn til tvo mánuði en þetta myndband er svona það besta frá mér á árinu,“ segir Orri í samtali við Vísi.

„Ég hef verið að nota GoPro 2 vél við að taka þetta efni upp. Ég byrjaði bara að leika mér úti að stökkva en síðan fór ég að æfa þetta á fullu innanhús hjá Gerplu.“

Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá drengnum og þar má skyggnast betur inn í heim parkour.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×