Sport

Á svellið stelpur! - nýtt átak fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Krulludeild Skautafélags Akureyrar vill fá fleiri konur í íþróttina og menn þar á bæ ætlar líka að gera eitthvað í því. Krulludeildin stendur nú fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Konur eru nefnilega boðnar sérstaklega velkomnar í Skautahöllina á Akureyri tvö kvöld í janúarmánuði þar sem þær fá gott tækifæri til að kynnast krulluíþróttinni betur. Þessi tvö kvöld verður krullufólks til taks til að leiðbeina um grundvallaratriði íþróttarinnar.

Æfingarnar hefjast klukkan 20.30 mánudagana 6. og 13. janúar og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Allur búnaður er til staðar, en best er að mæta í hreinum og stömum íþróttaskóm og teygjanlegum buxum (ekki gallabuxum).

Það er keppt í Krullu á Vetrarólympíuleikunum og Svíar hafa unnið gull í krullu kvenna á síðustu tveimur leikum. Kanada varð í 2. sæti á ÓL í Vancouver 2010 en Sviss tók silfrið fjórum árum áður í Tórinó á Ítalíu.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×