Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 20:08 Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty „Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira