Staða Schumacher óbreytt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 15:38 Michael Schumacher er enn haldið sofandi. Nordic Photos / Getty Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira