Sport

Stelpurnar stóðu sig vel í Þýskalandi

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands
Þær Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir, landsliðskonur í alpagreinum, kepptu á svigmóti í Bad Wiessee í Þýskalandi í dag. Aðstæður voru með besta móti, en bakkinn var harður og veður gott.

María endaði í 3. sæti og fékk 38.07 FIS punkta, Helga María endaði í 6. sæti og fékk 46.73 FIS punkta og Freydís Halla endaði í 13. sæti og fékk 56.03 FIS punkta. María og Helga voru aðeins frá sínum bestu punktum en Freydís var að skíða á sínum punktum.

Stelpurnar munu vera áfram við æfingar og keppni á meginlandi Evrópu þangað til 18.janúar. Næstu mót hjá þeim verða í Gaal í Austurríki 10.-11.janúar en þá fara fram tvö svigmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×