Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2014 20:30 Travis Cohn í leik með háskólaliði sínu. Mynd/Grace Singer „Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
„Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira